
Lausnamiðuð verkfræðiráðgjöf
Við veitum alhliða verkfræðiþjónustu á öllum stigum hönnunar.
Teknik verkfræðistofa samanstendur af sérfræðingum með áratuga reynslu af ráðgjöf, hönnun, verkefnastjórnun og eftirliti. Teknik leggur áherslu á hátt þjónustustig og virðisaukandi ráðgjöf til viðskiptavina.
Hönnuðir okkar eru sérhæfðir í burðarvirkjum, lagna- og loftræsikerfum og hafa unnið að fjölmörgum verkefnum bæði innanlands og erlendis.
Teknik getur veitt heildstæða ráðgjöf við allt sem við kemur byggingaframkvæmdum í samvinnu við reynslumikla samstarfsaðila.
