Viltu starfa hjá okkur?
Við hjá Teknik leggjum mikla áherslu á góðan starfsanda, þar sem samstarf, traust og virðing eru í fyrirrúmi. Þannig höfum við skapað gott vinnuumhverfi þar sem starfsfólk leggur sig fram til að ná árangri og bæta fyrirtækið enn frekar.
Samvinna, heiðarleiki og fagleg ábyrgð eru í forgrunni í öllum okkar verkefnum.
Hjá Teknik færð þú tækifæri til að starfa með reynslumiklum hönnuðum sem deila þekkingu sinni og stuðla að vexti og þróun í starfi.
Við erum stöðugt að vaxa og leitum að hæfileikaríku, kraftmiklu og áhugasömu fólki sem vill vera hluti af framúrskarandi liðsheild. Ef þú telur að þú hafir það sem þarf til að ná árangri með okkur, þá hvetjum við þig til að sækja um.